Sukhothai

Þessi ágæti staður sem við höfum nokkrum sinnum borðað á er í Hamraborg Kópavogi. Við kynntumst þessum stað fyrst nú í sumar og höfum verið heillaðir af honum síðan. Við fórum þangað í lok seinustu viku, þannig að þessi færsla er ekki alveg ný :) Við fengum okkur báðir rétt af hádegismatseðli. Bjarki fékk sér rúllur og grjón og ég fékk mér kjúklingabita og franskar. Þetta er í annað sinn sem við prufum hádegistilboðin og við erum báðir sammála um að það er ekkert voðalega gott. Kjúklingurinn minn var sæmilegur en franskarnar ekki góðar. Bjarki var ekkert voðalega ánægður heldur með vorrúllurnar sínar. Við höfum oft pantað okkur af matseðli og alltaf verið mjög ánægðir með alla þá rétti sem við höfum fengið, þannig að við höldum því bara áfram. Við mælum hiklaust með þessum stað og hvetjum alla til að fara og fá sér af matseðlinum þar. 

Kveðja Raggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ELSKA Sukho Thai!!!! Réttur nr. 22 Kjúklingur í hvítlauk og pipar er laaaaang bestur og djúksteiktu rækjurnar sjúklega góðar

Ella (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband